Heima

Jæja þá er ég komin heim til mömmu og pabba..  Ekki smá þægilegt að vera komin í dekrið, og úr þessari íbúð sem ég blessunarlega þarf aldrei aftur að búa í..;)  En nóg með það, það er ekki eins og maður fái eitthvað að slaka á hérna, þarf að nýta tímann vel og skipuleggja hann þannig að ég nái að heimsækja alla og læra vel fyrir þessi próf sem ég er að fara í..  fæ nú jafnvel að koma með fjarnemunum að læra, sem væri náttla allveg frábært, ef þær samþykkja að fá mig með..;)

En annars er lítið að frétta, Rúnar minn er bara hinu megin á landinu og hitti ég hann ekki fyrr en eftir prófin þannig að það verður kannski smá erfitt þegar fer að líða á. En maður nær bara að einbeita sér betur að því að læra.. Svo fór ég að skoða kettlingana hennar Maríu minnar og eru þeir ekki smá bara sætir, allveg eins yndislegir og mamma sín.. hehe..  Í gær fór ég líka að skoða lömbin hans pabba, kindurnar eru byrjaðar að bera þannig að það er fullt fullt af nýjum lömbum, ekki smá sæt líka..  Fæ að fara með honum þegar hann fer næst og kannski verð ég svo heppin að fá að vera þegar einhver kindin er að bera? ekki smá spennt að sjá þetta allt..;) 

 En hef annars mjög lítið að segja, blogga örugglega meira þegar fer að líða nær prófum, maður er nefnilega gjarn á að finna sér eitthvað annað að gera þegar maður á að vera að læra!! en ið sjáum til hvernig gengur..;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Noj, Ásta bara bloggandi! Gaman að því:)

Endilega beilaðu á þennan lærdóm og dritaðu inn nokkrum orðum:)

 Og til að vera leiðinleg: HAh! ég er búin með öll mín próf 

Marína frænka (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:36

2 identicon

ohh þessi próflestur er að fara með mig sko! Gott að þú ert byrjuð aftur að blogga ;) þá hefur maður eitthvað að gera hehe

steinunn hödd (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband