Bloggleysi

Ég er nú ekkert búin að vera allt of dugleg að blogga,  ástæðan er sú að tölvan mín er í viðgerð hjá BT og það er að taka allt of langan tíma!! 

Annars er allveg voða lítið að frétta. Ég og Rúnar reynum bara að vinna eins mikið og við getum til að geta tekið frí í ágúst. Ég er að vinna í Byko alla daga nema sunnudaga og svo er ég einstaka sinnum í miðasölunni á Vélsmiðjunni (skemmtistaðnum en ekki verkstæði eins og sumir héldu hehe..). Svo er hann Rúnar minn allveg sá alla duglegasti þessa dagana, hann er í Byko alla daga nema sunnudaga og svoá Vélsmiðjunni föstudags og laugardagsnæturnar og einhverja sunnudaga er hann í Rúmfatalagernum að vinna fyrir rúminu okkar Shocking 

 Annars er allt gott að frétta, við bíðum bara spennt eftir litla krílinu hjá Kristínu og Hauk;)  Svo er það bara að fara að huga að því að pakka niður og undirbúa flutningana. En við verðum víst ekki í bænum í vetur. Erum svo aftarlega á listanum fyrir stúdentaíbúð að við ákváðum bara að flytja til eyja í hálft til eitt ár. Ég fer í fjarnám í eitt ár og Rúnar tekur grunnám byggingariðnaðar í Fív og fjarnámi frá Iðnskólanum í Rvk. Þannig að nú erum við bara að fara að huga að því að leita af vinnu og íbúð. Við erum ekki smá spennt að  komast (vonandi) loks í okkar eigin íbúð og geta verið tvö ein;) 

Þannig að ef þið vitið um einhverja íbúð í eyjum sem er að losna í kringum ágúst þá endilega látið mig vita..;)

Jæja ætla að fara að horfa á leikinn.. Áfram Þýskaland!!  vinnið leikinn 1-0 (því þá fæ ég fullt af bjór!!)Wizard

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Hjörleifsson

ææ enginn bjór, hahaha... þið Víðir eru sömu looserarnir, betra liðið vann í kvöld.

heyri í þér, mamma 

Guðni Hjörleifsson, 29.6.2008 kl. 22:20

2 identicon

Þú ert svei mér iðin við kolan..  bara búin að blogga svona mikið hehehe.... ég  meira að segja slæ þér út !! 

see u soon babe... knús 

Jóna frænka (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband