Rousseau

Er nú búin að fá frekar mikið nóg af þessum karli! Hver er hann?  Ef þið vitið það þá megið þið endilega segja mér það því ég eyddi heilum degi í gær að reyna að lesa Émile eftir hann og ég eiginlega bara skildi allt of lítið í þessu!!  Orðin frekar þreytt á honum þannig að í dag er ég búin að ákveða að lesa hann ekkert meira fyrr en ég er búin að læra allt hitt sem ég þarf að læra, því mig dreymdi í nótt að ég væri mætt í prófið og ég gleymdi að læra allt hitt sem þarf að læra! fyrstu merki stress að koma?

En ég er nokkuð viss um að þið (þessir fáu sem lesa bloggið mitt þ.e.a.s.) finnst ekki gaman að lesa um lærdóminn minn en það er bara þannig að ég hef voða lítið annað að segja. Geri ekkert annað þessa dagana en að lesa og sofa..  Fer reyndar einstaka sinnum útí kindakofa svona inn á milli og gef litla lambinu að drekka, sem er btw svo öfga sætt. Ætlaði líka að vera öfga dugleg að fara í göngur svona til að hressa mig við í lærdómnum, en það er bara búið að rigna síðan ég kom til eyja!! 

En ég ætla að fara að læra, þessar skilgreiningar skrifa sig víst ekki sjálfar..

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband