28.8.2008 | 10:54
Ég er hætt við leikskólakennarann...
... http://www.inews3.com/play.php?first=Ásta&last=Björk
hehe.. sniðugt..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 14:36
Æðislegt
Maður veit eiginlega ekki hvað maður á að segja. Maður er svo stoltur af strákunum okkar núna.
Ég er ein af þeim sem horfi aldrei á handbolta nema þegar kemur að landsliðinu. Þegar þeir eru að spila missi ég helst ekki af leik og á það til að æsa mig aðeins. Sérstaklega þegar mamma er við hliðiná mér því hún á það til að missa sig svoldið líka. Vorum nú öll orðin frekar æst og held ég að það hafi sést ágætlega þegar spánverjinn, held að hann hafi heitið Prieto var rekinn útaf og við lesum á vörum hans að hann segir puta þá kallar mamma "your mamas a puta"!! Svo mikill var æsingurinn! hehe.. Hún tók það svo strax til baka enda er hún mamma mín og því var hún eiginlega að tala um sjálfa sig..
Svo er það bara leikurinn á sunnudaginn. Ég verð örugglega að vinna á laugardagsnóttina þannig að ég bíst ekki við því að sofa mikið þá nótt.. En það er svo sem ekkert til að væla yfir..
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.6.2008 | 18:51
Bloggleysi
Ég er nú ekkert búin að vera allt of dugleg að blogga, ástæðan er sú að tölvan mín er í viðgerð hjá BT og það er að taka allt of langan tíma!!
Annars er allveg voða lítið að frétta. Ég og Rúnar reynum bara að vinna eins mikið og við getum til að geta tekið frí í ágúst. Ég er að vinna í Byko alla daga nema sunnudaga og svo er ég einstaka sinnum í miðasölunni á Vélsmiðjunni (skemmtistaðnum en ekki verkstæði eins og sumir héldu hehe..). Svo er hann Rúnar minn allveg sá alla duglegasti þessa dagana, hann er í Byko alla daga nema sunnudaga og svoá Vélsmiðjunni föstudags og laugardagsnæturnar og einhverja sunnudaga er hann í Rúmfatalagernum að vinna fyrir rúminu okkar
Annars er allt gott að frétta, við bíðum bara spennt eftir litla krílinu hjá Kristínu og Hauk;) Svo er það bara að fara að huga að því að pakka niður og undirbúa flutningana. En við verðum víst ekki í bænum í vetur. Erum svo aftarlega á listanum fyrir stúdentaíbúð að við ákváðum bara að flytja til eyja í hálft til eitt ár. Ég fer í fjarnám í eitt ár og Rúnar tekur grunnám byggingariðnaðar í Fív og fjarnámi frá Iðnskólanum í Rvk. Þannig að nú erum við bara að fara að huga að því að leita af vinnu og íbúð. Við erum ekki smá spennt að komast (vonandi) loks í okkar eigin íbúð og geta verið tvö ein;)
Þannig að ef þið vitið um einhverja íbúð í eyjum sem er að losna í kringum ágúst þá endilega látið mig vita..;)
Jæja ætla að fara að horfa á leikinn.. Áfram Þýskaland!! vinnið leikinn 1-0 (því þá fæ ég fullt af bjór!!)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2008 | 13:28
Eyjar um helgina
Ætli það sé ekki kominn tími til að blogga smá. Það er s.s. ekkert mikið að frétta af mér þar sem líf mitt þessa vikuna hefur gengið útá það að sitja hér fyrir utan og njóta sólarinnar (allt að 20 stiga hiti!). Ekki það samt að ég sé að verða eitthvað brún, því það virðist þurfa eitthvað kraftaverk svo það gerist!!
Annars tók ég mér frí frá sólinni og fór á Indiana Jones í gær. Tengdó splæsti á mig og Rúnar Verð nú að segja að það er langt síðan ég hef gleymt mér svona yfir mynd. fannst hún rosalega góð fyrir utan það hvað ég var svo ósátt við endann. Fannst hann næstum skemma myndina, allt of ódýr leið En hvað með það, ég ætla ekki að fara að skemma myndina fyrir öðrum. Því fyrir utan endan var hún mjög góð.
Síðan eru það bara Eyjar um helgina. Afi er að vera áttræður þannig að ég og Rúnar ætlum auðvitað að kíkja og vera í veislunni.. Hlakka svo til að hitta alla Svoldið erfitt að vera svona langt í burtu frá öllum og eiga svo ekkert eftir að sjá þau fyrr en í ágúst En við verðum þá í eyjum eiginlega allan ágúst í staðin og mamma og pabbi eru búin að taka sér sumarfrí þá með okkur þannig að það verður rosa gaman hjá okkur
Svo var ég að setja myndirnar mínar af honum Trítil inn í myndaalbúmið hjá mér. Hlakka líka til að sjá hann um helgina.. Eins og mér er sagt frá því hefur hann ekkert stækkað, bara fitnað. Sem er bara gott því ég vil hafa hann svoleiðis allveg fram yfir ágúst þegar ég verð í eyjum En ég ætla að reyna að taka myndir af kettlingunum hennar Maríu í þessari eyjaferð. Þeir eru nú að verða það stórir að það fer að koma tími til að láta þá í burtu. Þannig að ef einhverjum vantar kettling þá endilega láta mig vita Verst að henni Maríu minni líður ekkert allt of vel þessa dagana. Eitthvað veik greyið En Jóna frænka ætlaði að kíkja með hana til dýralæknis. Hún er búin að vera að passa hana fyrir mig síðan síðasta sumar og er náttla æðislegasta frænka í heimi.
En ég læt fylgja með eina myndina af honum Trítil mínum. Það eru fleirri í albúminu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2008 | 20:25
Ak City;)
jæja.. þá er maður fluttur til Akureyrar í bili. Er pínku stressuð fyrir því að vera hér í sumar (samt bara pínku). Aðallega vegna þess að ég þekki svo fáa hérna, en það kemur þegar ég byrja að vinna. Sem er 2 júní ekki á mánudaginn næsta eins og ég hélt!
Annars ef ég kynnist engu fólki verð ég bara að vera öfga leiðinlega kærastan sem leyfir kallinum ekki að gera neitt nema ég fái að vera með
Rúnar minn, þú verður þá bara að þola það!!
Svo á hún Fanney mín vonandi eftir að kíkja í heimsókn í sumar. Þá verður nú gaman hjá okkur
En nú eru prófin búin (enda er ég ekki búin að gera annað hérna en að vinna upp svefn) og ég er búin að fá úr tveimur áföngum, en ég fékk 7,5 og 8,5 í þeim áföngum sem ég náði Bara nokkuð sátt með þann árangur, þó ég hefði viljað ná aðeins hærra í talað mál því það var bara eitt verkefni sem dró mig niður En nú er bara að krossa puttana og vona að hinir kennararnir drífi sig nú að klára að setja inn einkunnirnar sem vantar..
En ég bíð svo sem róleg á meðan, dunda mér bara við að telja niður í Þjóðhátíðina og svoleiðis en samkvæmt mínum tölum eru 71 dagur í þjóðhátíðina og ég er auðvitað búin að panta í Herjólf, fékk fyrir bíl og allt! En það er svo sem fullt að gera hjá manni þangað til. Vinna eins og brjálæðingur og svo á eftir að koma eitt kríli í millitíðinni og allt, bíðum ekki smá spennt ég og Rúnar Þannig að það verður allveg hellings stuð hjá okkur í sumar
En ég held að þetta sé orðið nokkuð ágætt hjá mér
Adios..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.5.2008 | 11:27
Vildi bara segja ykkur
að ég er búin í prófunum..
Svo er það bara Palli í kvöld í þvílíku stuði og svo hann Rúnar minn á sunnudaginn..
en nú ætla ég að leggja mig því að ég er nákvæmlega ekkert búin að sofa og ef ég á að vera í einhverju stuði í kvöld þá er það nauðsyn..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2008 | 16:59
Ég ætlaði aðeins að skreppa í búðina!
Ég er komin í bæinn, kom með Herjólfi í morgunn og gisti hjá Halldóru frænku..;) bara gaman hjá okkur tveimur að læra saman undir próf í lazy boy sófanum hennar..
Er búin að vera rosa dugleg að læra í dag þegar ég og Halldóra ákváðum að taka okkur stutta pásu og skjótast í Bónus að versla í matinn, því maður verður nú að borða þó maður sé á fullu að læra..
Þannig að við skruppum útí Bónus og byrjuðum að versla, týndum fullt af dóti í körfuna. Ekki mikinn mat, en aðallega drykki og ávexti (vorum allveg rosalega þyrstar eitthvað). Þegar kom að því að velja í matinn ákváðum við að vera ekkert að elda neitt mikið og kaupa bara 1944, alltaf hægt að redda sér á því..;) við förum því og skoðum úrvalið, sem var btw ekki neitt sérstaklega spennandi, en við endum á að kaupa okkur báðar grjónagraut.. Halldóra ákveður samt að skoða hvort það sé ekki eitthvað meira spennandi og tekur upp þennan pakka af stroganoffi, sem mér finnst reyndar líka allveg einstaklega góður hjá þeim.. En þegar hún hættir við og ætlar svona voða létt að sveifla þessu aftur í hillun kom í ljós að það var gat á "%# pakkanum og öll sósan af stoganoffinu fór yfir kerruna okkar!!! prísuðum okkur reyndar yfir því að það stóð enginn við endann á kerrunni því sú manneskja hefði fengið þetta allt yfir sig! En við stóðum s.s. tvær þarna með opinn stroganoff pakka og sósuna yfir öllu sem við vorum búnar að finna til í kerruna! Við fengum pappír, nýja kerru og starfsmann til að þurrka þetta allt upp og þurrka af matnum en lyktin var óbærileg!! Þetta var sko orðið VEL úldið.. ógeðsleg lyktin af þessu!! Þannig að þessi stutta verslunarferð varð ekkert svo stutt hjá okkur, og við komum úr búðinni illa lyktandi og ógeðslegar á höndunum, sem betur fer er Halldóra blautþurrku sjúk og átti fullt af þeim í bílnum..
En núna er ég komin heim, ætti kannski að byrja að læra en varð nú að blogga þetta fyrst.. fannst þetta svo fyndið. Held að starfsfólkið hafi nú verið nokkuð heppið að þetta vorum við en ekki einhver annar, því margir hefðu ekki tekið þessu svona létt!! hheh
en ég ætla að halda áfram að læra.. Dewey here I come..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2008 | 13:03
Panda
Vá þetta er bara fyndið.. held að ég sé búin að horfa á þetta svona tuttugu sinnum í röð og mér finnst þetta alltaf jafn fyndið!!
Það verður að vera kveikt á hátalaranum..
held að ég sé að setja þetta rétt inn...;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2008 | 11:56
Rousseau
Er nú búin að fá frekar mikið nóg af þessum karli! Hver er hann? Ef þið vitið það þá megið þið endilega segja mér það því ég eyddi heilum degi í gær að reyna að lesa Émile eftir hann og ég eiginlega bara skildi allt of lítið í þessu!! Orðin frekar þreytt á honum þannig að í dag er ég búin að ákveða að lesa hann ekkert meira fyrr en ég er búin að læra allt hitt sem ég þarf að læra, því mig dreymdi í nótt að ég væri mætt í prófið og ég gleymdi að læra allt hitt sem þarf að læra! fyrstu merki stress að koma?
En ég er nokkuð viss um að þið (þessir fáu sem lesa bloggið mitt þ.e.a.s.) finnst ekki gaman að lesa um lærdóminn minn en það er bara þannig að ég hef voða lítið annað að segja. Geri ekkert annað þessa dagana en að lesa og sofa.. Fer reyndar einstaka sinnum útí kindakofa svona inn á milli og gef litla lambinu að drekka, sem er btw svo öfga sætt. Ætlaði líka að vera öfga dugleg að fara í göngur svona til að hressa mig við í lærdómnum, en það er bara búið að rigna síðan ég kom til eyja!!
En ég ætla að fara að læra, þessar skilgreiningar skrifa sig víst ekki sjálfar..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 18:06
Heima
Jæja þá er ég komin heim til mömmu og pabba.. Ekki smá þægilegt að vera komin í dekrið, og úr þessari íbúð sem ég blessunarlega þarf aldrei aftur að búa í..;) En nóg með það, það er ekki eins og maður fái eitthvað að slaka á hérna, þarf að nýta tímann vel og skipuleggja hann þannig að ég nái að heimsækja alla og læra vel fyrir þessi próf sem ég er að fara í.. fæ nú jafnvel að koma með fjarnemunum að læra, sem væri náttla allveg frábært, ef þær samþykkja að fá mig með..;)
En annars er lítið að frétta, Rúnar minn er bara hinu megin á landinu og hitti ég hann ekki fyrr en eftir prófin þannig að það verður kannski smá erfitt þegar fer að líða á. En maður nær bara að einbeita sér betur að því að læra.. Svo fór ég að skoða kettlingana hennar Maríu minnar og eru þeir ekki smá bara sætir, allveg eins yndislegir og mamma sín.. hehe.. Í gær fór ég líka að skoða lömbin hans pabba, kindurnar eru byrjaðar að bera þannig að það er fullt fullt af nýjum lömbum, ekki smá sæt líka.. Fæ að fara með honum þegar hann fer næst og kannski verð ég svo heppin að fá að vera þegar einhver kindin er að bera? ekki smá spennt að sjá þetta allt..;)
En hef annars mjög lítið að segja, blogga örugglega meira þegar fer að líða nær prófum, maður er nefnilega gjarn á að finna sér eitthvað annað að gera þegar maður á að vera að læra!! en ið sjáum til hvernig gengur..;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)