29.5.2008 | 13:28
Eyjar um helgina
Ætli það sé ekki kominn tími til að blogga smá. Það er s.s. ekkert mikið að frétta af mér þar sem líf mitt þessa vikuna hefur gengið útá það að sitja hér fyrir utan og njóta sólarinnar (allt að 20 stiga hiti!). Ekki það samt að ég sé að verða eitthvað brún, því það virðist þurfa eitthvað kraftaverk svo það gerist!!
Annars tók ég mér frí frá sólinni og fór á Indiana Jones í gær. Tengdó splæsti á mig og Rúnar Verð nú að segja að það er langt síðan ég hef gleymt mér svona yfir mynd. fannst hún rosalega góð fyrir utan það hvað ég var svo ósátt við endann. Fannst hann næstum skemma myndina, allt of ódýr leið En hvað með það, ég ætla ekki að fara að skemma myndina fyrir öðrum. Því fyrir utan endan var hún mjög góð.
Síðan eru það bara Eyjar um helgina. Afi er að vera áttræður þannig að ég og Rúnar ætlum auðvitað að kíkja og vera í veislunni.. Hlakka svo til að hitta alla Svoldið erfitt að vera svona langt í burtu frá öllum og eiga svo ekkert eftir að sjá þau fyrr en í ágúst En við verðum þá í eyjum eiginlega allan ágúst í staðin og mamma og pabbi eru búin að taka sér sumarfrí þá með okkur þannig að það verður rosa gaman hjá okkur
Svo var ég að setja myndirnar mínar af honum Trítil inn í myndaalbúmið hjá mér. Hlakka líka til að sjá hann um helgina.. Eins og mér er sagt frá því hefur hann ekkert stækkað, bara fitnað. Sem er bara gott því ég vil hafa hann svoleiðis allveg fram yfir ágúst þegar ég verð í eyjum En ég ætla að reyna að taka myndir af kettlingunum hennar Maríu í þessari eyjaferð. Þeir eru nú að verða það stórir að það fer að koma tími til að láta þá í burtu. Þannig að ef einhverjum vantar kettling þá endilega láta mig vita Verst að henni Maríu minni líður ekkert allt of vel þessa dagana. Eitthvað veik greyið En Jóna frænka ætlaði að kíkja með hana til dýralæknis. Hún er búin að vera að passa hana fyrir mig síðan síðasta sumar og er náttla æðislegasta frænka í heimi.
En ég læt fylgja með eina myndina af honum Trítil mínum. Það eru fleirri í albúminu
Athugasemdir
ég fer nú kannski barasta til eyja um helgina líka ;)verðum að hittast!!
Thelma Rut (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.