Ég ætlaði aðeins að skreppa í búðina!

Ég er komin í bæinn, kom með Herjólfi í morgunn og gisti hjá Halldóru frænku..;)  bara gaman hjá okkur tveimur að læra saman undir próf í lazy boy sófanum hennar..Tounge

Er búin að vera rosa dugleg að læra í dag þegar ég og Halldóra ákváðum að taka okkur stutta pásu og skjótast í Bónus að versla í matinn, því maður verður nú að borða þó maður sé á fullu að læra..Grin

 Þannig að við skruppum útí Bónus og byrjuðum að versla, týndum fullt af dóti í körfuna. Ekki mikinn mat, en aðallega drykki og ávexti (vorum allveg rosalega þyrstar eitthvað). Þegar kom að því að velja í matinn ákváðum við að vera ekkert að elda neitt mikið og kaupa bara 1944, alltaf hægt að redda sér á því..;)  við förum því og skoðum úrvalið, sem var btw ekki neitt sérstaklega spennandi, en við endum á að kaupa okkur báðar grjónagraut.. Halldóra ákveður samt að skoða hvort það sé ekki eitthvað meira spennandi og tekur upp þennan pakka af stroganoffi, sem mér finnst reyndar líka allveg einstaklega góður hjá þeim.. En þegar hún hættir við og ætlar svona voða létt að sveifla þessu aftur í hillun kom í ljós að það var gat á "%# pakkanum og öll sósan af stoganoffinu fór yfir kerruna okkar!!!Angry  prísuðum okkur reyndar yfir því að það stóð enginn við endann á kerrunni því sú manneskja hefði fengið þetta allt yfir sig!  En við stóðum s.s. tvær þarna með opinn stroganoff pakka og sósuna yfir öllu sem við vorum búnar að finna til í kerruna!Crying  Við fengum pappír, nýja kerru og starfsmann til að þurrka þetta allt upp og þurrka af matnum en lyktin var óbærileg!! Þetta var sko orðið VEL úldið..  ógeðsleg lyktin af þessu!! Þannig að þessi stutta verslunarferð varð ekkert svo stutt hjá okkur, og við komum úr búðinni illa lyktandi og ógeðslegar á höndunum, sem betur fer er Halldóra blautþurrku sjúk og átti fullt af þeim í bílnum..Tounge

En núna er ég komin heim, ætti kannski að byrja að læra en varð nú að blogga þetta fyrst..Wink fannst þetta svo fyndið. Held að starfsfólkið hafi nú verið nokkuð heppið að þetta vorum við en ekki einhver annar, því margir hefðu ekki tekið þessu svona létt!! hhehWhistling

en ég ætla að halda áfram að læra..  Dewey here I come..Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sem betur fer er ég blautþurrkufíkill! Fólk er alltaf að gera grín af mér útaf þessu en þær eru búnar að redda mér tvisvar í þessari viku! Þó svo að ég eigi kannski heldur mikið af þessu heh 4 gerðir í bílnum, 5 gerðir heima og ein í íþróttatöskunni;)

Halldóra (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband